Fugl ekki fugl, 2022
Það eru tveir flokkar: fugl og ekki fugl
ekki fugl
ekki fugl
ekki fugl
ekki fugl
skortur á fugli
ekki alveg fugl
allt nema fugl
ég leitaði að fugli en
Þetta verk er fjarvera fugls í fimm formum. Vídjó, ljósmynd, skúlptúr, málverk og upplesið ljóð sem öll innhalda ekki fugl.
Þetta er viðbragð við súlu sem ég fann úti á túni í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Hún var nýdauð, og hafði greinilega verið með óráði fyrir andlátið. Það varð harmræn upplifun að sjá þessa tignarlegu drottningu fuglanna látna á nýslegnu túni innan um plastaðar rúllur, höfuðið reigt aftur í þjáningu, augun opin í blárri umgjörð. Þegar ég ætlaði að mála hana gat ég það ekki. Málverkið varð að negatífu, og sú fjarvera teygði sig út í alla hina miðlana sem ég gerði tilraunir með.
The absence of a bird in five forms: Video, photograph, sculpture, painting and sound.
This artwork is a reaction to a northern gannet I found dead on a field in East Iceland. It was a tragic sight to see this majestic queen of birds dead on a newly harvested field, her head thrust backwards, her eyes stiff and open in their cerulean socket. When I started trying to paint her, I couldn’t. The painting became a negative, and this absence spread into the other mediums I experimented with.