Elín Elísabet

Elín Elísabet (f. 1992) er myndlistarmaður og teiknari sem starfar að mestu í Reykjavík og á Borgarfirði eystri. Þessa dagana fæst hún aðallega við olíumálverk og ljóð. Hið sjálfsævisögulega er áberandi í verkum hennar, og það sama má segja um hið afskekkta, náttúrutengingu mannsins og það að tilheyra.

Meðfram myndlistinni starfar Elín sjálfstætt sem teiknari við verkefni á við myndlýsingar, infógrafík, og snarteikningu ýmissa viðburða. Sem teiknari hefur Elín sérhæft sig í að greina flóknar upplýsingar og koma þeim á auðskilið, myndrænt form í gegnum teikningu og aðrar miðlunarleiðir. Elín er annar af stofnendum póst-húmaníska lundaveldisins Nýlundabúðarinnar.  

——-

 Elín Elísabet (1992) is an artist mostly based in Reykjavík and Borgarfjörður eystri. With a background in illustration, she currently mostly makes oil paintings infused with fragments of poetry. Themes of belonging, autobiography, rurality and ambiguity are prominent in her artwork.

Other projects include illustrations and infographics, murals and live drawing at various events. As an illustrator, Elín specialises in analysing complex information and conveying it in an understandable visual form through drawing or other media. Elín is co-founder of Nýlundabúðin, a posthumanist, puffin based business conglomerate.